Fjöldi barnaverndartilkynninga þriðja ársfjórðung 2005

10 nóv. 2005

Barnaverndarstofa heldur utan um fjölda tilkynninga sem berast barnaverndarnefndum landsins. Stofan hefur tekið saman upplýsingar um tilkynningar á þriðja ársfjórðungi ársins. Alls bárust 1.123 tilkynningar um 1.111 börn. Skipting er þannig milli landssvæða að 68,4% tilkynninga bárust frá höfuðborgarsvæði og 31,6% frá landsbyggðinni.

Alls voru 61 tilkynning sem barst í gegnum neyðarlínuna 1-1-2 en það er aðeins rúm 5% allra tilkynninga. Flestar þeirra bárust til barnaverndar Reykjavíkur (tæp 90% tilkynninga sem berast neyðarlínunni eru vegna mála í Reykjavík).

Ástæður tilkynninga skiptast þannig að 35,6% er vegna vanrækslu, 17,3% vegna ofbeldis, 46,7% vegna áhættuhegðunar barna og 0,4% vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns er í hættu.

Heildarfjöldi tilkynninga til 1. október
Þegar allrar tilkynningar á árinu eru teknar saman hafa því borist alls 3.648 tilkynningar um 3.576 börn. Alls 71,9% bárust frá höfuðborgarsvæði og 28,1% frá landsbyggðinni. Alls hafa borist 155 tilkynningar í gegnum neyðarlínuna 1-1-2 (rúm 4% allra tilkynninga).

Í eftirfarandi skýrslu er hægt að skoða þessar upplýsingar hjá hverri barnaverndarnefnd, þar sem nánari útlistun er á fjölda tilkynninga. Einnig er nákvæm útlistun á ástæðum tilkynninga (öllum undirflokkum). Í öllum töflum er upplýsingum skipt eftir mánuðum (júlí, ágúst og september) auk þess sem heildarfjöldi á árinu er tekinn saman.

Skýrsla um þriðja ársfjórðung

Auk þess gerði Barnaverndarstofa skýrslu um stöðu mála fyrstu sex mánuði ársins sem einnig má sjá hér.

Skýrsla um fyrstu sex mánuði ársins 2005



Þetta vefsvæði byggir á Eplica