Málstofa um barnavernd

21 nóv. 2005

Barnaverndarstofa, í samvinnu við barnavernd Reykjavíkur og félagsráðgjöf HÍ, stendur reglulega fyrir málstofum þar sem fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 28. nóvember og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður "Hvers konar mál flokkast undir barnaverndarmál?" Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir mun þá fjalla um rannsókn sem gerð var meðal barnaverndarstarfsmanna hér á landi. Barnaverndarstarfsmenn svöruðu spurningalistum sem í voru dæmasögur. Kannað var hvort dæmasögur á gráu svæði er varðar líkamlegt ofbeldi og vanrækslu í umsjón og eftirliti væru flokkuð sem barnaverndarmál. Jafnframt var kannað hvort aðrar tegundir mála flokkuðust sem barnaverndarmál. Þau mál vörðuðu áhættuhegðun barns, áhættuþætti, þörf fyrir sértæk úrræði og stuðning/þvingun (viðkomandi leitar aðstoðar/tilkynning berst).

Málstofan er fyrst og fremst ætluð barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica