Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda í október 2005

7 des. 2005

Í október bárust barnaverndarnefndum landsins 629 tilkynningar varðandi 619 börn. 57% tilkynninganna (360) komu frá höfuðborgarsvæði en 43% frá landsbyggðinni (269). Af þessum 629 tilkynningum bárust 19 tilkynningar í gegnum neyðarlínuna 1-1-2.

Ástæður tilkynninga skiptust þannig að 31,3% voru vegna vanrækslu, 14,5% vegna ofbeldis, 54,2% vegna áhættuhegðunar barna og 0% vegna þess að heilsu eða líf ófædds barns var í hættu.

Flestar tilkynningar komu frá lögreglu og voru 58% allra tilkynninga.
Tilkynningum fjölgaði umtalsvert frá því í september en þá voru þær 519.

Hér má sjá nánari sundurliðun á tilkynningum í október

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica