Fjölskyldustefna og foreldrahæfni í nútíma samfélagi

14 des. 2005

Dagana 10. – 11. nóvember sl. efndu Tékknesk stjórnvöld til alþjóðaráðstefnu um fjölskylduna og foreldrahæfni í ljósi samfélagsþróunar síðastliðins áratugs og var ráðstefnan haldin í Prag. Ráðstefnan var haldin í tengslum við mótun opinberrar fjölskyldustefnu í Tékklandi. Þess var farið á leit við Braga Guðbrandsson, forstjóra stofunnar, að flytja erindi um efnið. Beiðnin var tilkomin þar sem Bragi á sæti í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins sem nú vinnur að athugun á því hvernig unnt sé að hagnýta Barnasamning Sameinuðu þjóðanna til að auka foreldrahæfni og vernda börn gegn ofbeldi. Bragi flutti erindi um þetta efni á fundi í Strassborg sl. vor og varð það tilefni þess að Tékkneska félagsmálaráðuneytið óskaði eftir þessu framlagi nú.

Hér má sjá glærur af fyrirlestri Braga

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica