Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd

20 des. 2005

Barnaverndarstofa undirritaði í morgun samstarfssamning við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands um rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd. Setrið verður staðsett við Félagsvísindastofnun HÍ, en aðrir sem koma að samstarfinu og skrifuðu undir samstarfssamninginn eru; heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.

Markmið rannsóknarsetursins er að efla fjölskyldu- og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði fjölskyldu- og barnaverndar. Með því að efla og auka rannsóknir á félags- og tilfinningalegum aðstæðum barna og fjölskyldna skapast grundvöllur fyrir því að öll stefnumörkun stjórnvalda og annarra í málefnum barna verði markvissari og þjóni hagsmunum þeirra betur. Barnaverndarstofa fagnar stofnunar rannsóknarsetursins og hlakkar til að taka þátt í samstarfinu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica