Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd

20 des. 2005

Barnaverndarstofa undirritaði í morgun samstarfssamning við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands um rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd. Setrið verður staðsett við Félagsvísindastofnun HÍ, en aðrir sem koma að samstarfinu og skrifuðu undir samstarfssamninginn eru; heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stéttarfélag.

Markmið rannsóknarsetursins er að efla fjölskyldu- og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði fjölskyldu- og barnaverndar. Með því að efla og auka rannsóknir á félags- og tilfinningalegum aðstæðum barna og fjölskyldna skapast grundvöllur fyrir því að öll stefnumörkun stjórnvalda og annarra í málefnum barna verði markvissari og þjóni hagsmunum þeirra betur. Barnaverndarstofa fagnar stofnunar rannsóknarsetursins og hlakkar til að taka þátt í samstarfinu.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica