Fjöldi tilkynninga árið 2005

10 feb. 2006

Árið 2005 bárust barnaverndarnefndum landsins 5.879 tilkynningar en þær voru 5.555 árið 2004. Tilkynningum hefur því fjölgað um 5,8% milli ára. Alls bárust 73% tilkynninga til barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu en 27% til nefnda á landsbyggðinni.

Á árinu 2005 var tilkynnt um 5.679 börn en tilkynnt var um 4.021 barn árið 2004. Tilkynnt var því um 41,2% fleiri börn árið 2005 en árið 2004.

Neyðarlínan 1-1-2 tekur á móti barnaverndartilkynningum í umboði nefndanna. Alls bárust 221 tilkynning í gegnum neyðarlínuna árið 2005. Það er um 3,8% af öllum tilkynningum.

Ástæður tilkynninga skiptust þannig að 30,3% voru vegna vanrækslu, 15,8% vegna ofbeldis, 53,8% vegna áhættuhegðunar barna og 0,2% vegna þess að heilsu eða líf ófædds barns var í hættu. Alls var talið að 164 börn (2,9% allra barna sem tilkynnt var um) hefðu verið í yfirvofandi hættu.

Flestar tilkynningar komu frá lögreglu og voru 54,4% allra tilkynninga.

Hér má sjá skýrslu fyrir árið 2005

Hér má sjá frekari sundurliðun eftir mánuðum

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica