Ráðstefna Blátt áfram - Björt framtíð

24 apr. 2006

Blátt áfram og Barnaverndarstofa standa fyrir ráðstefnu þann 4. maí 2006 í Kennaraháskólanum. Yfirstígum óttann … stefnan tekin á Forvarnir, fræðslu og heilbrigði!

Markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Hluti af forvörnum er að takast á við fordóma gagnvart fólki sem lifir af ofbeldi með fræðslu. Fordómar eru stærsti hluti vandans. Einnig þurfum við að taka ábyrgð á veiku fólki (gerendum) og koma með skýr skilaboð um hvernig við ætlum að stöðva þennan vítahring sem kynferðislegt ofbeldi er. Kynferðisafbrotamenn og konur þurfa hjálp, hvert geta þau leitað? Samfélag byggt upp af brotnu fólki er brotið samfélag. Fólk sem tekst á við afleiðingar ofbeldis er sterkt og hugrakkt fólk sem sýnir að hægt sé að horfast í augu við og yfirstíga óttann.

Aðalfyrirlesari er Robert E. Longo, MRC, LPC sérfræðingur frá Bandaríkjunum sem hefur unnið í málaflokknum síðastliðin 25 ár.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica