Sérfræðingar funda um Barnahús

15 maí 2006

Í gær hófst fundur sérfræðinga frá aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins um rannsóknir í kynferðisbrotamálum og starfsaðferðir Barnahúss. Eins og kunnugt er hefur verið mikill áhugi á að taka upp “íslenska módelið” erlendis eins og Barnahúsið er gjarna nefnt. Svíar hafa ákveðið að fyrir lok ársins verði sex slík hús starfandi og Norðmenn opna sitt fyrsta í lok ársins. Á fundinum í gær var upplýst að unnið er að því að setja barnahús á laggirnar í Árósum í Danmörku svo og í Litháen.

Fundurinn hófst með ávarpi Jóns Kristjánssonar félagsmálaráðherra og mun fundurinn standa í tvo daga. Þátttakendur eru 30 frá 11 löndum en á ráðstefnunni verða flutt erindi frá sérfræðingum á þessu sviði frá flestum landanna. Erindin lúta að rannsóknarviðtölum við börn, réttindum barna við meðferð kynferðisbrotamála í réttarvörslukerfinu, læknisrannsóknum, samvinnu stofnana o.fl.

Fundurinn er samvinnuverkefni Barnaverndarstofu og samstarfsnefndar Eystrasaltsráðsins í málefnum barna “Children at Risk”, en íslensk stjórnvöld höfðu lagt til að hann yrði haldinn hér á landi af því tilefni að Ísland fer nú með formennsku í samstarfi Eystrasaltsríkjanna. Í síðustu viku var jafnframt haldinn stjórnarfundur í samstarfsnefndinni “Children at Risk” og var fundurinn haldinn á Barnaverndarstofu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica