Staða mála fyrsta ársfjórðung 2006

19 maí 2006

Barnaverndarstofu bárust 51 umsókn um meðferð fyrstu þrjá mánuði ársins 2006. Á sama tíma í fyrra höfðu borist 44 umsóknir. Barnaverndarstofu bárust auk þess 40 umsóknir um fóstur og voru flestar um tímabundið fóstur eða 75% allra umsókna. Auk þess bárust Barnaverndarstofu 15 umsóknir þeirra sem óskuðu eftir því að gerast fósturforeldrar. Flestar umsóknir komu frá Reykjavík og nágrenni. Þrjú börn fóru í fóstur á vegum Martinswerk.

Í Barnahúsi fóru fóru fram 56 rannsóknarviðtöl á fyrsta ársfjórðungi, þar af 10 skýrslutökur eða 17,9% allra rannsóknarviðtala. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 25. Fjórar læknisskoðanir fóru fram í Barnahúsi á þessum tíma.

Á fyrsta ársfjórðungi 2006 bárust alls 1.675 tilkynningar um 1.615 börn. Ef fjöldi tilkynninga er borinn saman við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra kemur í ljós að þeim hefur fjölgað um tæp 27% milli ára.

Hér má sjá skýrslu yfir stöðu mála á fyrsta ársfjórðungi.
Hér má sjá frekari skiptingu á tilkynningum til barnaverndarnefnda.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica