Aukning vímuefnaneyslu hjá unglingum sem koma til meðferðar

14 jún. 2006

Ef bornar eru saman upplýsingar um vímuefnanotkun 285 unglinga á aldrinum 13-17 ára á meðferðardeild Stuðla síðastliðin 6 ár, annars vegar á þriggja ára tímabili 2000-2002 og hins vegar á þriggja ára tímabil 2003-2005, kemur í ljós að ekki dregur úr vímuefnaneyslu þessa hóps. Þvert á móti fjölgar þeim frá árinu 2003 sem hafa notað áfengi og kannabisefni oftar en tvisvar. Fjölgunin á sér aðallega stað meðal yngri barna á aldrinum 14-15 ára. Á báðum tímabilum, þ.e. 2000-2005, verður vart við kynjamun, því marktækt fleiri stúlkur en piltar höfðu notað áfengi, amfetamín, kókaín og ýmis læknislyf oftar en tvisvar. 

Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að sá hópur unglinga sem á annað borð neytir fíkniefna hafi haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár og að neysla ákveðinna efna aukist. Svipaðar vísbendingar koma fram í rannsókn Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri um heilsu og lífskjör grunnskólanema. Upplýsingar um minnkandi hóp unglinga sem fiktar við vímuefni einhverntíma á ævinni eiga því ekki við þá unglinga sem nota vímuefni að staðaldri eða koma til meðferðar. Vandi þeirra barna sem koma á Stuðla er oftast samsettur úr mörgum þáttum sem hafa haft áhrif yfir lengri og skemmri tíma. Ekki hafa öll börn sem koma á Stuðla notað vímuefni og misjafnt er hversu stóran þátt vímuefni leika í vanda þeirra. Í flestum tilvikum hafa greinilegir áhættuþættir verið undanfari vímuefnaneyslunar (sjá nánar fyrirlestur Halldórs Haukssonar hér).

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica