Rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla

18 júl. 2006

Í júní 2006 var lokið við rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla. Markmið með henni var að kanna réttmæti DuPaul greiningarkvaða miðað við K-SADS-PL greiningarviðtal, sem notast er við á Stuðlum við greiningu unglinga. Hið fyrrnefnda er staðlaður spurningalisti til að meta athyglisbrest með ofvirkni. K-SADS er á hinn bóginn umfangsmikið (hálfstaðlað) viðtal til að meta hvort um geðröskun er að ræða hjá unglingum, þar á meðal athyglisbrest með eða án ofvirkni og eins hvers eðlis geðröskun kunni að vera. Rannsóknin var B.A. verkefni Braga Sæmundssonar nema í sálfræði við Háskóla Íslands.

Leitað var eftir upplýstu samþykki forsjármanna og leyfis Vísindasiðanefndar.

Rannsókn leiddi í ljós háan áreiðanleikastuðul milli mælitækjanna. Fylgni milli matsmanna innbyrðis, sálfræðinga á Stuðlum um notkun á K-SADS, var rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður sýndu afar háan áreiðanleikastuðul (Pearson 0,915). Í þessu felst ótvíræð jákvæð niðurstaða um gæði greiningar sálfræðinga á Stuðlum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Stuðlar koma að rannsókn sem þessari. Niðurstöður slíkra rannsókna veita mikilvægar upplýsingar um gæði starfsins. Því er áhugi á frekari samstarfi við þá sem vilja leitast við að rannsaka það starf sem fram fer á Stuðlum.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica