Rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla

18 júl. 2006

Í júní 2006 var lokið við rannsókn sem gerð var í samvinnu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Stuðla. Markmið með henni var að kanna réttmæti DuPaul greiningarkvaða miðað við K-SADS-PL greiningarviðtal, sem notast er við á Stuðlum við greiningu unglinga. Hið fyrrnefnda er staðlaður spurningalisti til að meta athyglisbrest með ofvirkni. K-SADS er á hinn bóginn umfangsmikið (hálfstaðlað) viðtal til að meta hvort um geðröskun er að ræða hjá unglingum, þar á meðal athyglisbrest með eða án ofvirkni og eins hvers eðlis geðröskun kunni að vera. Rannsóknin var B.A. verkefni Braga Sæmundssonar nema í sálfræði við Háskóla Íslands.

Leitað var eftir upplýstu samþykki forsjármanna og leyfis Vísindasiðanefndar.

Rannsókn leiddi í ljós háan áreiðanleikastuðul milli mælitækjanna. Fylgni milli matsmanna innbyrðis, sálfræðinga á Stuðlum um notkun á K-SADS, var rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður sýndu afar háan áreiðanleikastuðul (Pearson 0,915). Í þessu felst ótvíræð jákvæð niðurstaða um gæði greiningar sálfræðinga á Stuðlum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Stuðlar koma að rannsókn sem þessari. Niðurstöður slíkra rannsókna veita mikilvægar upplýsingar um gæði starfsins. Því er áhugi á frekari samstarfi við þá sem vilja leitast við að rannsaka það starf sem fram fer á Stuðlum.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica