Norræn barnaverndarráðstefna

30 ágú. 2006

Dagana 24. – 27. ágúst var haldin norræn barnaverndarráðstefna í Kaupmannahöfn. Þátttakendur voru tæplega 500 þar af 22 Íslendingar. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýir tímar – ný börn, starfsaðferðir – menntun – rannsóknir. (Nye tider – nye börn, praksis – uddannelse – forskning). Aðalfyrirlesarar komu frá öllum Norðurlöndunum og einn frá “Free University of Bozen,” á Ítalíu. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu var einn fyrirlesara og nefndist hennar fyrirlestur: “Saksbehandling af domstoler: Hensynet til barnets beste i saker om tvangsplassering og fratakelse af foreldreansvar” og fjallaði um málsmeðferð dómstóla í þvingunarmálum og reynsluna sem fengist hefur frá því lögin tóku gildi árið 2002 og fram til 1. nóvember 2005. Þrjár íslensker málstofur voru haldnar: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fjallaði um ályktun Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum; Hrönn Þormóðsdóttir, verkefnastjóri, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur, báðar starfsmenn Barnaheilla, fjölluðum um barnaklám á netinu og dr. Guðný Eydal, lektor og Sigríður Jónsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fjölluðu um fátækt barna. Fyrirlestrana verður fljótlega hægt að nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar www.nbk2006.dk og nokkrir þeirra verða einnig á heimsíðu Barnaverndarstofu, www.bvs.is

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica