Rannsóknarviðtöl við börn

8 sep. 2006

Þann 8. september stóð Barnaverndarstofa fyrir námstefnu um rannsóknarviðtöl við börn sem sætt hafa ofbeldi. Fyrirlesari var Patricia A. Toth, J.D., verkefnastjóri hjá Washington State Criminal Justice Training Commisssion, í Seattle. Patti Toth er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem saksóknari í Washington fylki, auk þess sem hún hefur í áraraðir þjálfað lögfræðinga og annað fagfólk sem vinnur við rannsókn og vinnslu mála þegar börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín.

Patti Toth fjallaði um rannsóknarviðtöl við börn og hvernig þau hafa þróast. Hún fjallaði um mikilvægi þess að ákveðnar aðferðir, þ.e. stöðluð viðtöl (protocolls), séu notaðar í þessum viðtölum. Þá talaði hún einnig um neikvæðar afleiðingar þess þegar þessum aðferðum er ekki beitt og þau skaðlegu áhrif sem það getur haft á barnið, rannsókn málsins og málsmeðferðina í réttarvörslukerfinu og nefna dæmi um slík tilvik í Bandaríkjunum.

Hér má sjá glærur úr fyrirlestri hennar.
Auk þess sýndi hún myndband sem sjá má hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica