Silvía drottning beitir sér fyrir stofnun Barnahúsa

9 okt. 2006

Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti erindi á sérstökum fundi, sem efnt var til að frumkvæði hennar hátignar Silvíu drottningu Svíþjóðar í því skyni að afla fjár til stofnunar Barnahúsa á meðal fátækra þjóða. Fundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund World Childhood Foundation í Linköping sl. föstudag, en fyrir réttu ári tók fyrsta Barnahús í Svíþjóð þar til starfa (sjá frétt á heimasíðu dags 28.9 2005 og 11.10. 2005).

World Childhood Foundation (www.childhood.org) var stofnað að frumkvæði drottningar árið 1999 í tengslum við fimmtíu ára afmæli hennar. Markmið stofnunarinnar er að veita fjármagni til hjálparstarfs fyrir börn sem eiga erfitt uppdráttar og þarfnast verndar, einkum í tengslum við kynferðisofbeldi á börnum í Suður Ameríku, Afríku og Austur Evrópu. Childhood hefur skrifstofur í fjórum löndum: Bandaríkjunum, Þýskalandi og Brasilíu auk Svíþjóðar Alls styrkir Childhood nú 75 verkefni í 15 þjóðlöndum en á meðal styrktaraðila eru mörg stór fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar.

Braga var sýndur mikill heiður í þessari heimsókn, m.a. þáði hann kvöldverðarboð konungshjónanna í höllinni í Stokkhólmi ásamt stjórnum Childhood í fyrrnefndum löndum.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica