Starfsdagur með formönnum barnaverndarnefnda

7 nóv. 2006

Þann 6. nóv sl. hélt Barnaverndarstofa starfsdag með formönnum barnaverndarnefnda. Markmið starfsdagsins var að kynna helstu þætti barnaverndarstarfsins, skipulag þess og hlutverk barnaverndarnefndar fyrir formönnunum, sem margir hverjir tóku við embætti sínu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þá er einnig gert ráð fyrir að formenn geti frætt aðra nefndarmenn um barnaverndarstarfið og verða glærur og annað fræðsluefni sem kynnt var aðgengilegt á heimasíðu Barnaverndarstofu. Fulltrúar frá 20 nefndum tóku þátt í starfsdeginum.

Hægt er að skoða glærur frá þessum degi hér á heimasíðunni undir Barnaverndarstofa - fræðsla og ráðgjöf

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica