Áhugi á Barnahúsi breiðist út

22 nóv. 2006

Forstjóri Barnaverndarstofu hélt fyrirlestur á ráðstefnu félagasamtakanna “Strohhelm” og World Childhood Foundation í Berlin í síðustu viku um grundvallarhugmyndir í starfsemi barnahúsa. Ráðstefnuna setti Silvia drottning Svíþjóðar auk þess forseti þýska þingsins ávarpaði ráðstefnuna við það tilefni. Í tengslum við ráðstefnuna var efnt til fundar í því skyni að meta möguleika á starfsemi barnahúss í Berlin en fyrir liggur vilyrði World Childhood Foundation um verulegt fjárframlag til að ýta starfseminni úr vör.

Á næstunni mun forstjóri Barnaverndarstofu flytja hliðstæð erindi á ráðstefnu pólsku samtakanna “Nobodys Children” í Varsjá dagana 27. - 28. október og á ráðstefnu eistneska félagsmálaráðuneytisins um kynferðisofbeldi á börnum sem haldin verður í Tallin þann 30.október. Ekkert lát virðist því vera á áhuga annarra þjóða á þeim aðferðum sem viðhafðar eru í Barnahúsi við vinnslu meintra kynferðisbrota gegn börnum.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica