Breytingar á starfsmannahaldi á Barnaverndarstofu

13 des. 2006

Anni G. Haugen félagsráðgjafi hefur nú látið af störfum á Barnaverndarstofu í kjölfar þess að hún hefur verið skipaður lektor við Háskóla Íslands. Barnaverndarstofa hefur ráðið Dr. Freydísi J. Freysteinsdóttur, lektor, í hennar stað og mun hún hefja störf í febrúar n.k.

Anni G. Haugen hefur starfað á Barnaverndarstofu í rúm ellefu ár eða nánast frá stofnun stofunnar árið 1995. Meginverksvið hennar hefur verið á sviði fræðslu og ráðgjafar við barnaverndarnefndir. Framlag Anni til þróunar Barnaverndarstofu hefur verið afar mikið og gott og ekki er orðum aukið að samstarfsmenn hennar og samstarfsaðilar munu sakna hennar í starfi. Starfsmenn stofunnar hlakka hins vegar til að eiga við hana samstarf á nýjum vettvangi.

Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir hefur gengt stöðu lektors við Háskóla Íslands frá árinu 2002. Hún lauk BA. próf í sálfræði við HÍ 1992 og jafnframt námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 1994. Árið 1998 lauk hún MA námi frá University of Iowa og varði doktorsritgerð sína frá sama skóla árið 2004. Áður starfaði Freydís m.a. sem félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Eftir Freydísi liggja all margar rannsóknir í barnavernd, en doktorsverkefni hennar var um áhættuþætti endurtekins ofbeldis og vanrækslu á börn. Koma Freydísar á Barnaverndarstofu mun ekki síst styrkja starfsemi stofunnar á sviði rannsókna í barnaverndarmálum.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica