Breytingar á starfsmannahaldi á Barnaverndarstofu

13 des. 2006

Anni G. Haugen félagsráðgjafi hefur nú látið af störfum á Barnaverndarstofu í kjölfar þess að hún hefur verið skipaður lektor við Háskóla Íslands. Barnaverndarstofa hefur ráðið Dr. Freydísi J. Freysteinsdóttur, lektor, í hennar stað og mun hún hefja störf í febrúar n.k.

Anni G. Haugen hefur starfað á Barnaverndarstofu í rúm ellefu ár eða nánast frá stofnun stofunnar árið 1995. Meginverksvið hennar hefur verið á sviði fræðslu og ráðgjafar við barnaverndarnefndir. Framlag Anni til þróunar Barnaverndarstofu hefur verið afar mikið og gott og ekki er orðum aukið að samstarfsmenn hennar og samstarfsaðilar munu sakna hennar í starfi. Starfsmenn stofunnar hlakka hins vegar til að eiga við hana samstarf á nýjum vettvangi.

Dr. Freydís J. Freysteinsdóttir hefur gengt stöðu lektors við Háskóla Íslands frá árinu 2002. Hún lauk BA. próf í sálfræði við HÍ 1992 og jafnframt námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 1994. Árið 1998 lauk hún MA námi frá University of Iowa og varði doktorsritgerð sína frá sama skóla árið 2004. Áður starfaði Freydís m.a. sem félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Eftir Freydísi liggja all margar rannsóknir í barnavernd, en doktorsverkefni hennar var um áhættuþætti endurtekins ofbeldis og vanrækslu á börn. Koma Freydísar á Barnaverndarstofu mun ekki síst styrkja starfsemi stofunnar á sviði rannsókna í barnaverndarmálum.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica