Verklagsreglur skólafólks

20 des. 2006

Síðastliðið vor var skipaður starfshópur þar sem í sátu fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Markmið starfshópsins var að semja verklagsreglur um tilkynningarskyldu starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. Barnaverndarlögin leggja ríka skyldu bæði á almenning og sérstaklega þá sem hafa með börn að gera í starfi sínu að tilkynna til barnaverndarnefnda þegar grunur vaknar um að barn búi við vanrækslu eða ofbeldi eða stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Starfsfólk skóla er í lykilaðstöðu til að meta hvort ástand, líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til barnaverndarnefndar. Tilgangur verklagsreglna er að reyna að auðvelda mat á því hvenær beri að tilkynna og veita barnaverndarnefnd upplýsingar og hvernig tilkynningar fari fram. Starfshópurinn leitaði umsagna m.a. hjá félögum leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara, skólastjórafélaginu, félagi náms- og starfsráðgjafa, félagi íslenskra skólafélagsráðgjafa, félagi skólahjúkrunarfræðinga og Heimili og skóla. Nú hefur verið gengið frá umræddum verklagsreglum og munu þær verða sendar öllum hlutaðeigandi.

Hér má sjá verklagsreglurnar

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica