Yfirlit yfir stöðu mála í október 2006

22 des. 2006

Barnaverndarstofu bárust 22 umsóknir um meðferð í október en þær voru 13 í september. Umsóknum hefur því fjölgað um rúm 69% milli mánaða. Sótt var um meðferð fyrir 15 stráka (68,2%) og 7 stelpur (31,8%). Umsóknir um vistun á Stuðla voru flestar eða alls 8. Flestar umsóknir bárust frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur eða helmingur allra umsókna.

Barnaverndarstofu bárust einnig 10 umsóknir um fóstur í október en þær voru 13 í september. Umsóknum um fóstur hefur því fækkað um 23% milli mánaða. Flestar umsóknir bárust frá barnavernd Reykjavíkur eða 80% allra umsókna. Flestar umsóknir voru um tímabundið fóstur.

Ein umsókn um að gerast fósturforeldrar bárust Barnaverndarstofu í október. Umsóknin kom frá fólki sem búsett er í Reykjavík.

Alls fóru fram 23 rannsóknarviðtöl (þar af 6 skýrslutökur eða 26,1% allra rannsóknarviðtala) í Barnahúsi í október en þau voru 14 í september. Þeim hefur því fjölgað um 64% milli mánaða. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 14. Ein læknisskoðun fór fram í Barnahúsi í október.

Í október bárust barnaverndarnefndum landsins 725 tilkynningar (alls barst 621 tilkynning í september). Tilkynningum hefur því fjölgað um tæp 17% milli mánaða. Tilkynnt var um 614 börn í október.

Af þeim 62 tilkynningum sem bárust Neyðarlínunni 112 var 51 tilkynning flokkuð sem barnaverndartilkynning.

Algengast var að tilkynnt væri um áhættuhegðun barns eða í 53% tilvika. Alls var talið að 5 börn hefðu verið í yfirvofandi hættu.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu eða alls 57% allra tilkynninga. Um 11% tilkynninga bárust frá skólayfirvöldum en í aðeins fjórum tilfellum leitaði barnið sjálft til barnaverndarnefndar.

Hér má sjá skýrslu um stöðu mála í október 2006

Gerður hefur verið samanburður á fyrstu 9 mánuðum áranna 2005 og 2006 eins og kom fram í frétt hér á heimasíðunni. Hægt er að skoða þær upplýsingar hér

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica