Tilmæli Evrópuráðsins um stefnu til eflingar foreldrahæfni

18 apr. 2007

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Í janúar 2005 var forstjóri Barnaverndarstofu skipaður í sérfræðingahóp til að fjalla um foreldrahæfni í nútíma samfélagi. Var nefndinni einkum falið að undirbúa stefnumótun til eflingar foreldrafærni í þeim tilgangi að fyrirbyggja og vinna gegn líkamlegum refsingum á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum í anda meginreglna Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna. Breyttur veruleiki barna í uppvextinum frá því sem áður var kallar á endurmat á hefðbundnum uppeldisaðferðum þar sem barnið og þarfir þess þurfa að vera í brennipunkti. Fjölbreyttari fjölskyldugerð, fljótandi og fjölþættara samskiptanet barna ásamt aukin vitund um takmarkanir stofnana samfélagsins til að mæta mikilvægum þörfum barna gera kröfu til að allir leggist á eitt um styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.

Segja má að í tilmælum ráðherranefndarinnar felist tilraun til að gera meginreglur Barnasamningsins ásamt bestu fagþekkingu í uppeldismálum aðgengilega fyrir ríkisstjórnir aðildarríkjanna, foreldra og fagfólk sem vinnur með börnum og foreldrum þeirra. Jafnframt felst í tilmælunum að leitast skuli við að virkja foreldra, fagfólk og stjórnvöld til samhæfðra aðgerða í uppeldismálum þar sem réttur barnsins til virkrar þátttöku og verndar er virtur.

Hér má sjá eftirfarandi tilmæli
Tilmæli til aðildaríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni
"Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman"
"Leiðbeiningar handa fagfólki"

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica