Yfirlit yfir stöðu mála á fyrsta ársfjórðungi 2007

15 ágú. 2007

Barnaverndarstofu bárust 47 umsóknir um meðferð fyrstu þrjá mánuði ársins 2007. Á sama tíma í fyrra höfðu borist 51 umsókn. Barnaverndarstofu barst auk þess 31 umsókn um fóstur og voru flestar um tímabundið fóstur eða 84% allra umsókna. Auk þess bárust Barnaverndarstofu 17 umsóknir þeirra sem óskuðu eftir því að gerast fósturforeldrar. Flestar umsóknir komu frá Reykjavík og nágrenni. Eitt barn fór í fóstur á vegum Martinswerk.

Í Barnahúsi fór fram 61 rannsóknarviðtal á fyrsta ársfjórðungi, þar af 14 skýrslutökur eða 23% allra rannsóknarviðtala. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 37. Sjö læknisskoðanir fóru fram í Barnahúsi á þessum tíma.

Á fyrsta ársfjórðungi 2007 bárust alls 2.227 tilkynningar um 1.802 börn. Ef fjöldi tilkynninga er borinn saman við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra kemur í ljós að þeim hefur fjölgað um tæp 29% milli ára og fjöldi barna um tæp 9%. Alls voru 42% tilkynningar kannaðar frekar á tímabilinu, þ.e. mál 762 barna.

Hér má sjá skýrslu um stöðu mála á fyrsta ársfjórðungi.
Hér má sjá frekari skiptingu á stöðu mála skipt eftir barnaverndarnefndum.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica