Yfirlit yfir stöðu mála í apríl 2007

6 sep. 2007

Barnaverndarstofu bárust 6 umsóknir um meðferð í apríl en þær voru 13 í mars. Umsóknum hefur því fækkað um tæp 54% milli mánaða.

Barnaverndarstofu bárust einnig 8 umsóknir um fóstur í apríl en þær voru 7 í mars. Umsóknum hefur því fjölgað um rúm 14% milli mánaða. Auk þess bárust sjö umsóknir fólks sem vildi gerast fósturforeldrar.

Alls fóru fram 8 rannsóknarviðtöl í Barnahúsi í apríl en þau voru 23 í mars. Rannsóknarviðtölum hefur því fækkað um 65% milli mánaða. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 4 en þau voru 9 í mars. Greiningarviðtölum hefur því fækkað um tæp 56% milli mánaða.

Í apríl bárust barnaverndarnefndum landsins 659 tilkynningar en þær voru 674 í mars. Tilkynningum hefur því fækkað um 2,2% milli mánaða. Alls var tilkynnt um 535 börn en þau voru 571 í mars. Fjöldi barna sem tilkynnt var um hefur því fækkað um rúm 6% milli mánaða. Um 68% þeirra barna sem tilkynnt var um nú í apríl búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tekin ákvörðun um að hefja könnun í máli 214 barna eða í 40% tilvika.

Af þeim 73 tilkynningum sem bárust Neyðarlínunni 112 voru 43 tilkynningar flokkaðar sem barnaverndartilkynningar.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu eða alls 58% allra tilkynninga. Um 8% tilkynninga bárust frá foreldrum en í aðeins fjórum tilfellum leitaði barnið sjálft til barnaverndarnefndar

Alls bárust Áfallamiðstöð Landspítalans 5 tilkynningar í apríl.

Hér má sjá skýrslu yfir stöðu mála í apríl 2007

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica