Foreldrar í vanda – vanrækt börn

12 sep. 2007

Námsdagar Þerapeiu ehf. – Ráðstefna í samvinnu við Landlæknisembættið dagana 27. og 28. september 2007, kl. 9:15-16:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu.

Vímuefnaneysla foreldra, afleiðingar fyrir börn.
Farið verður yfir skaðlegar afleiðingar vímuefnaneyslu foreldra, einkanlega þó mæðra á meðgöngu, fyrir uppvöxt og sálrænan og líkamlega þroska barna.

Forvarnir, greining og meðferð.
Fjallað verður um skilvirkar og árangursríkar leiðir til að ná til barna og foreldra í þessum áhættuhópum. Sérstök áhersla verður lögð á það hvernig megi fyrirbyggja vanrækslu, sem af vímuefnaneyslu foreldra hlýst og á hvern hátt megi styrkja illa stadda foreldra í umönnunarhlutverki sínu.

Þetta efni er sérstaklega hugsað fyrir fagfólk, sem vinnur með börn og foreldra í þessum áhættuhópum innan hvort heldur er innan heilbrigðis-félagsmála- eða skólakerfisins og eins innan kirkjunnar.

Fyrirlesarar eru: Dr. Kari Killén prófessor, NOVA (Norwegian Institute of Social Research), og Dr. May Olofsson, yfirlæknir göngudeildar á Rigs¬hospital¬et í Kaupmannahöfn. Þær eru báðar með mikla vísindalega og klíníska reynslu á þessu sviði og eru eftirsóttir fyrirlesarar víða um heim.

Skráning og upplýsingar í síma 562 3990 milli kl. 15 og 17 eða sendið tölvupóst til terapeia@simnet.is
Fyrirlestrarnir fara fram á ensku, umræður fara fram á ensku og Norðurlandamálum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica