Áttunda Foster Pride námskeiði fyrir fósturforeldra að ljúka

10 okt. 2007

Áttunda Foster Pride námskeiði lýkur 2. nóvember næstkomandi. Foster Pride námskeiðin eru námskeið fyrir fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur en á námskeiðinu fer einnig ákveðið hæfnismat fram. Starfandi fósturforeldrum er einnig ráðlagt að sækja námskeiðið. Þátttakendur á síðasta námskeiði voru 19 og komu víðs vegar af landinu. Einnig tóku þátt tveir starfsmenn Reykjavíkurborgar.

Næsta Foster Pride námskeið verður haldið í febrúar nk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Hildi Sveinsdóttur á hildur@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica