Evrópska barnaverndarþing ISPCAN

23 nóv. 2007

Evrópuráðstefna alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN (The International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect) var haldin í Lissabon, dagana 18-21. nóvember. Þingið var sótt af um 800 sérfræðingum víðs vegar að og tóku m.a. 11 Íslendingar þátt í því. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti opnunarerindi við þingsetningunna. Erindi hans fjallaði um áhrif Barnasáttmála S.Þ. og alþjóðasamvinnu á stefnu og strauma í barnavernd í Evrópu. Tekin voru dæmi um þrjú málefnasvið í starfi Evrópuráðsins - á sviði stofnanadvalar barna, foreldrafærni og kynferðisofbeldi gegn börnum – og fjallað um ólík barnaverndarkerfi í Evrópu.

Erindi hans mál sjá hér.
Glærurnar hans má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica