75 ár frá setningu barnaverndarlaga á Íslandi: 1932 - 2007

27 nóv. 2007

Á þessu ári eru 75 ár liðin frá gildistöku fyrstu barnaverndarlaganna á Íslandi. Af því tilefni efnir Barnaverndarstofa til afmælishátíðar í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur. Verður afmælishátíð fyrir boðsgesti föstudaginn 30. nóvember nk. kl. 14:00 – 18:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur ávarp og síðan flytur Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu erindi um þætti úr sögu barnaverndar á Íslandi. Þá verður þessara tímamóta minnst með því að heiðra nokkra einstaklinga sem hafa markað djúp spor í þróun barnaverndar á Íslandi. Að lokum verður sýnd myndin “Úr dagbók lífsins”sem er leikin heimildarmynd um barnavernd frá árinu 1963.

Laugardaginn 1. desember nk. verður opin dagskrá í Háskólabíói kl. 14:00 – 17:00 þar sem kvikmyndin “Syndir feðranna” verður sýnd og umræður í lok myndarinnar. Þátttakendur verða fulltrúar Breiðavíkursamtakanna, aðstandenda myndarinnar, Barnaverndarstofu og fyrrverandi starfsmenn Breiðavíkurheimilisins auk þess sem áhorfendum mun gefast kostur á að beina fyrirspurnum. Er öllum frjáls aðgangur á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica