Úttekt Barnaheilla á kennsluháttum í íslenskum háskólum um kynferðislegt ofbeldi

10 des. 2007

Barnaheill lét gera úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Um var að ræða háskólastofnanir sem mennta fagfólk til starfa í menntageiranum, félags- og heilbrigðisþjónustu, dómskerfinu og í löggæslu. Þeir skólar sem könnunin náði til voru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst, auk Lögregluskóla ríkisins. Einungis voru skoðaðar þær deildir innan háskólanna sem mennta fagfólk sem kemur til með að starfa með börnum eða að málefnum þeirra s.s. félagsvísindadeildir, lagadeildir, hjúkrunarfræðideildir háskólanna og læknadeild og guðfræðideild Háskóla Íslands.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna að alls fjalla 32 námskeið í íslenskum háskólum að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar að auki koma fimm námskeið í Lögregluskóla ríkisins inn á málefnið með einum eða öðrum hætti. Flest námskeiðanna, eða 17 af 32 eru kennd við Háskóla Íslands og er félagsráðgjafaskor HÍ sú námsbraut sem fjallar mest um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá er bent á að ekkert námskeið innan guðfræðideildar tekur á málefninu með formlegum hætti. Við háskólann á Bifröst fjallar eitt námskeið um efnið, háskólinn á Akureyri fimm námskeið og Kennaraháskóli Íslands býður upp á sex námskeið sem fjalla um barnavernd og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Þá býður Lögregluskóli ríkisins upp á fimm námskeið sem fjalla að einhverju leyti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og stendur til að bæta úr á næstu árum. Ekki er að finna innan háskólanna heildstæða áætlun um kennslu hvað varðar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum eða barnavernd heldur virðist það tengjast áhuga einstakra kennara.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica