Úttekt Barnaheilla á kennsluháttum í íslenskum háskólum um kynferðislegt ofbeldi

10 des. 2007

Barnaheill lét gera úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Um var að ræða háskólastofnanir sem mennta fagfólk til starfa í menntageiranum, félags- og heilbrigðisþjónustu, dómskerfinu og í löggæslu. Þeir skólar sem könnunin náði til voru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst, auk Lögregluskóla ríkisins. Einungis voru skoðaðar þær deildir innan háskólanna sem mennta fagfólk sem kemur til með að starfa með börnum eða að málefnum þeirra s.s. félagsvísindadeildir, lagadeildir, hjúkrunarfræðideildir háskólanna og læknadeild og guðfræðideild Háskóla Íslands.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna að alls fjalla 32 námskeið í íslenskum háskólum að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar að auki koma fimm námskeið í Lögregluskóla ríkisins inn á málefnið með einum eða öðrum hætti. Flest námskeiðanna, eða 17 af 32 eru kennd við Háskóla Íslands og er félagsráðgjafaskor HÍ sú námsbraut sem fjallar mest um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá er bent á að ekkert námskeið innan guðfræðideildar tekur á málefninu með formlegum hætti. Við háskólann á Bifröst fjallar eitt námskeið um efnið, háskólinn á Akureyri fimm námskeið og Kennaraháskóli Íslands býður upp á sex námskeið sem fjalla um barnavernd og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Þá býður Lögregluskóli ríkisins upp á fimm námskeið sem fjalla að einhverju leyti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og stendur til að bæta úr á næstu árum. Ekki er að finna innan háskólanna heildstæða áætlun um kennslu hvað varðar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum eða barnavernd heldur virðist það tengjast áhuga einstakra kennara.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica