MST – fjölkerfameðferð – ný aðferð á Íslandi

23 jan. 2008

Barnaverndarstofa hefur um nokkurt skeið leitað leiða til að efla og auka á fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga sem eiga við hegðunarraskanir að stríða, sýna andfélagslega hegðun, afbrotahegðun og ástunda neyslu vímuefna. Á síðari árum hefur svonefnd MST meðferð rutt sé mjög braut í Bandaríkjunum og víðar með mjög góðum árangri. T.d. innleiddu Norðmenn þessa meðferðaraðferð á landsvísu og hafa nú átta ára reynslu af þessu úrræði. Svíar og Danir fylgdu svo í kjölfarið. Niðurstöður rannsókna nágranna okkar á árangri gefa sannarlega tilefni til þess að gefa aðferðinni gaum. En með leyfi og fjárframlögum frá félagsmálaráðuneytinu mun Barnarverndarstofa hefja innleiðingu MST – aðferðarinnar á árinu 2008. Verkefnastjóri innleiðingar verður núverandi yfirsálfræðingur á Stuðlum Halldór Hauksson. Halldór mun hefja undirbúning að innleiðingu þegar í febrúar.

MST-Multisystemic Treatment eða fjölkerfameðferð er hnitmiðuð meðferð, sem beinist að gervöllu félagslegu umhverfi barns/unglings, fjölskyldu, vinahóp, skóla tómstundum o.s.frv. Aðferðin byggir á þekktum félagsmótunarkenningum og viðfangsefnið er að vinna gegn þeim áhættuþáttum sem valda og viðhalda óæskilegri hegðun. Meðferðin er valkostur við stofnanameðferð, ekki er um það að ræða að barn sé tekið af heimili heldur er þvert á móti talið mikilvægt að barn dvelji á eigin heimili á meðan íhlutun fer fram. Fjölskyldan hefur aðgang að meðferðaraðila allan sólarhringinn og alla daga vikunnar, ef því er til að skipta. Framkvæmdin byggir að verulegu leyti á samstarfi við skóla barnsins, en jafnframt er mikilvægt að aðrir aðilar svo sem heilsugæsla og lögregla styðji við framkvæmdina. (sjá nánar MST linkinn og greinar um MST á síðunni)


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica