Námskeið í SOS-hjálp fyrir foreldra, haldið á vegum Barnaverndarstofu fyrir fósturforeldra

24 jan. 2008

Barnaverndarstofa áformar að bjóða fram námskeið fyrir fósturforeldra í efninu: SOS hjálp fyrir foreldra. Gert er ráð fyrir því að undirbúningur framkvæmd námskeiðsins verði á vegum Barnaverndarstofu undir umsjá Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem fer með höfundarétt kennsluefnisins.

Um er að ræða 15 klst námskeið (gjarnan kennt 2,5 klst. í senn) sem ætlað er að þjálfa foreldra og hjálpa börnum að bæta hegðun og stuðla að tilfinningalegri og félagslegri aðlögun. Aðferðirnar sem kenndar eru þykja einkum nýtast við uppeldi barna að 12 ára aldri en fjölmargt í þeim kemur að góðum í uppeldi almennt.

Námskeiðið er því upprunalega ekki ætlað fósturforeldum sérstaklega. Hins vegar yrði reynt að aðlaga efnið starfi fósturforeldra eins og unnt er.

Barnaverndarstofa leggur áherslu á að þeir sem hyggjast taka börn í fóstur hafi tileinkað sér PRIDE-námið sem líta verður á sem grundvallarþjálfun fyrir fósturforeldra (sjá nánar á heimasíðu BVS). SOS þjálfun er því skynsamleg viðbótarþjálfun. Það verður þó ósennilega gert að skilyrði að þátttakendur hafi undantekningalaust PRIDE nám að baki.

Áform Barnaverndarstofu gera ráð fyrir að námskeiðið í SOS-hjálp fyrir foreldra verði í fyrstu haldið fyrir þá sem taka börn í styrkt fóstur og verði í Reykjavík en verði síðar boðið fram fyrir aðra fósturforeldra.

Þeir fósturforeldrar sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið eða vilja koma sjónarmiðum á framfæri um námskeiðið eða framkvæmd þess mega gjarnan hafa samband við starfsmanna Barnaverndarstofu, Guðjón Bjarnason sálfræðing í síma 530 2600 eða með tölvupósti gaui@bvs.is

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica