Viðbragðsaðilar minna á neyðarnúmerið á 112-daginn

11 feb. 2008

112-dagurinn er í dag, 11. febrúar, en tilgangur hans er að minna á neyðarnúmerið og það víðtæka net björgunaraðila sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Auk þess er unnt að hafa samband við barnaverndaryfirvöld um allt land í gegnum neyðarnúmerið, 112. Neyðarlínunni bárust um 266 þúsund neyðarsímtöl á síðasta ári og var í langflestum tilvikum beðið um aðstoð lögreglu og slökkviliða.

Efnt verður til móttöku í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð síðdegis í dag þar sem verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2007 verða afhent og skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp og Lögreglukórinn tekur nokkur lög fyrir gesti.

Ljósmyndasýningin Útkall 2007 stendur í Kringlunni til 18. febrúar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, opnaði hana með formlegum hætti síðastliðinn föstudag en á sýningunni er að finna úrval ljósmynda af viðbragðsaðilum að störfum á síðasta ári. Sýningin vekur mikla athygli gesta Kringlunnar að venju en hún hefur verið haldin í tengslum við 112-daginn frá upphafi. Ljósmyndarar á Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Víkurfréttum og fleiri eiga myndir á sýningunni.

112-dagurinn er nú haldinn hér á landi í fjórða sinn. Að honum standa Neyðarlínan og þeir fjölmörgu sem starfa við heilbrigðisþjónustu, barnavernd, löggæslu, björgun og almannavarnir í lofti, á landi og sjó; lögreglan, slökkviliðin, Brunamálastofnun, Landhelgisgæslan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Flugstoðir, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, landlæknisembættið og Barnaverndarstofa.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica