Viðbragðsaðilar minna á neyðarnúmerið á 112-daginn

11 feb. 2008

112-dagurinn er í dag, 11. febrúar, en tilgangur hans er að minna á neyðarnúmerið og það víðtæka net björgunaraðila sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Auk þess er unnt að hafa samband við barnaverndaryfirvöld um allt land í gegnum neyðarnúmerið, 112. Neyðarlínunni bárust um 266 þúsund neyðarsímtöl á síðasta ári og var í langflestum tilvikum beðið um aðstoð lögreglu og slökkviliða.

Efnt verður til móttöku í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð síðdegis í dag þar sem verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2007 verða afhent og skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp og Lögreglukórinn tekur nokkur lög fyrir gesti.

Ljósmyndasýningin Útkall 2007 stendur í Kringlunni til 18. febrúar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, opnaði hana með formlegum hætti síðastliðinn föstudag en á sýningunni er að finna úrval ljósmynda af viðbragðsaðilum að störfum á síðasta ári. Sýningin vekur mikla athygli gesta Kringlunnar að venju en hún hefur verið haldin í tengslum við 112-daginn frá upphafi. Ljósmyndarar á Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Víkurfréttum og fleiri eiga myndir á sýningunni.

112-dagurinn er nú haldinn hér á landi í fjórða sinn. Að honum standa Neyðarlínan og þeir fjölmörgu sem starfa við heilbrigðisþjónustu, barnavernd, löggæslu, björgun og almannavarnir í lofti, á landi og sjó; lögreglan, slökkviliðin, Brunamálastofnun, Landhelgisgæslan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Flugstoðir, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, landlæknisembættið og Barnaverndarstofa.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica