Starfslok meðferðarheimilisins að Hvítárbakka

19 feb. 2008

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka meðferðarheimilinu að Hvítárbakka í Borgarfirði. Fullt gagnkvæmt samkomulag er um starfslok við meðferðaraðilana, Sigríði M. Hermannsdóttur og Jónas H. Jónasson, sem rekið hafa heimilið samkvæmt þjónustusamningi síðan í september 2007. Ástæða þessarar ákvörðunar er eingöngu sú að eftirspurn eftir þjónustu meðferðarheimilisins hefur verið til muna minni en áætlað var þegar samningur var gerður.
Samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaganna eru það barnaverndarnefndir sem bera ábyrgð á vinnslu einstakra mála og sækja um til Barnaverndarstofu ef talið er nauðsynlegt að vista barn á meðferðarheimili eða stofnun. Barnaverndarstofa á í reglubundnum viðræðum við barnaverndarnefndir um þörf fyrir vistun og reynir að fylgjast með og bregðast við ef verulegar breytingar eru í eftirspurn eftir þjónustu meðferðarheimila. Markmið Barnaverndarstofu er að mæta þörfum barnanna en um leið að reyna að nýta sem best þá fjármuni sem ætlaðir eru í rekstur heimila og stofnana skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Barnaverndarstofa undirbýr nú innleiðingu svonefndrar MST fjölþáttameðferðar hér á landi og vonast til að barnaverndarnefndum standi slík meðferð til boða fyrir einstök börn síðar á þessu ári. Jafnhliða verður fylgst vel með áhrifum þessa á framboð og eftirspurn eftir vistun barna á meðferðarheimilum eða stofnunum.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica