Starfslok meðferðarheimilisins að Hvítárbakka

19 feb. 2008

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka meðferðarheimilinu að Hvítárbakka í Borgarfirði. Fullt gagnkvæmt samkomulag er um starfslok við meðferðaraðilana, Sigríði M. Hermannsdóttur og Jónas H. Jónasson, sem rekið hafa heimilið samkvæmt þjónustusamningi síðan í september 2007. Ástæða þessarar ákvörðunar er eingöngu sú að eftirspurn eftir þjónustu meðferðarheimilisins hefur verið til muna minni en áætlað var þegar samningur var gerður.
Samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaganna eru það barnaverndarnefndir sem bera ábyrgð á vinnslu einstakra mála og sækja um til Barnaverndarstofu ef talið er nauðsynlegt að vista barn á meðferðarheimili eða stofnun. Barnaverndarstofa á í reglubundnum viðræðum við barnaverndarnefndir um þörf fyrir vistun og reynir að fylgjast með og bregðast við ef verulegar breytingar eru í eftirspurn eftir þjónustu meðferðarheimila. Markmið Barnaverndarstofu er að mæta þörfum barnanna en um leið að reyna að nýta sem best þá fjármuni sem ætlaðir eru í rekstur heimila og stofnana skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Barnaverndarstofa undirbýr nú innleiðingu svonefndrar MST fjölþáttameðferðar hér á landi og vonast til að barnaverndarnefndum standi slík meðferð til boða fyrir einstök börn síðar á þessu ári. Jafnhliða verður fylgst vel með áhrifum þessa á framboð og eftirspurn eftir vistun barna á meðferðarheimilum eða stofnunum.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica