Fræðsludagur um MST

13 maí 2008

Fræðsludagur um fjölkerfameðferð (MST) verður haldinn mánudaginn 2. júní á Grand Hótel Reykjavík. Fræðslufundurinn er fyrir alla áhugasama og einkum þá sem starfa með unglingum í vanda; í skólum, meðferðar- eða tómstundastarfi osfv.


Fyrirlesarar verða Bernadette Christensen verkefnisstjóri fyrir MST í Noregi
og Anne Cathrine Strütt MST-handleiðari


Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapie, MST) er beitt víða um heim sem aðferð til að takast á við alvarlegan hegðunarvanda unglinga á aldrinum 12-18 ára. Markmiðin eru að auka styrkleika og bjargráð fjölskyldunnar, að unglingurinn geti búið heima, stundi skóla eða vinnu, beiti ekki ofbeldi, komist ekki í kast við lögin og sé ekki í vímuefnaneyslu. MST er upphaflega þróað og rannsakað í Bandaríkjunum og hefur á sl. 15 árum náð útbreiðslu þar, sem og í 10 öðrum löndum, þ.m.t. Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn hafa rúmlega 8 ára reynslu af notkun MST og starfrækja um 25 meðferðarteymi víðsvegar um landið.
Fjölkerfameðferð mun standa til boða á Íslandi frá og með næsta hausti, fyrst í stað á suðvesturhorninu. Aðgangur að fræðsludeginum 2. júní er ókeypis og eru allir áhugasamir og einkum þeir sem koma að starfi með unglingum í vanda (t.d. í skólum, meðferðar- eða tómstundastarfi) hvattir til að mæta. Bernadette Christensen og Anne Cathrine Strütt eru báðar sálfræðingar og hafa víðtæka reynslu af samstarfi við ýmsa faghópa. Fræðsludagurinn fer fram á íslensku og ensku. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 30. maí til ingibjorg@bvs.is

Hér má sjá dagskrá fræðsludagsins


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica