Skýrslutökum fjölgar í Barnahúsi

28 maí 2008

Málafjöldi í Barnahúsi hefur aukist talsvert það sem af er ári. Nú þegar tæplega fimm mánuðir eru liðnir af árinu hafa mál 146 barna borist húsinu en á sama tíma í fyrra höfðu 115 mál borist Barnahúsi. Búið er að taka 109 rannsóknarviðtöl (skýrslutökur fyrir dómi eða könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir) í Barnahúsi en á sama tíma í fyrra höfðu 80 slík viðtöl farið fram. Teknar hafa verið 54 skýrslur fyrir dómi á þessu ári en allt árið 2007 voru slík viðtöl 56 talsins. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir eru nú 55 talsins og hlutfallið því nokkuð jafnt milli skýrslutaka og könnunarviðtala sem er talsverð breyting því undanfarin ár hafa skýrslutökur verið um þriðjungur af rannsóknarviðtölunum. Það er því ljóst að skýrslutökum fyrir dómi hefur fjölgað talsvert milli ára.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica