Alþingi samþykkir framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum

10 jún. 2008

Haustið 2007 sendi Barnaverndarstofa félagsmálaráðuneyti tillögu að stefnumarkandi áætlun til fjögurra ára í samræmi við Áætlun þessi er unnin á grundvelli 5. gr. barnaverndarlaganna en er einnig í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta þar sem segir að forstöðumenn beri ábyrgð á gerð langtímaáætlunar sem skuli endurspegla stefnumörkun og megináherslur í starfsemi stofnunar. Barnaverndarstofa lagði fyrst fram tillögu í þessum efnum árið 2005 en hún hlaut þá ekki afgreiðslu.

Það var Barnaverndarstofu sérstakt fagnaðarefni að félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að stefnumarkandi áætlun Barnaverndarstofu skyldi lögð fyrir Alþingi sem framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Er það í fyrsta sinn sem það er gert en ákvæði þess efnis hefur verið í lögum síðan 2002. Alþingi samþykkti framkvæmdaáætlunina nú í þinglok. Það er trúa stofunnar að með áætluninni gætu skapast nýjar forsendur fyrir markvissu barnaverndarstarfi á vettvangi ríkisins.

Hér má sjá þingsályktunartillöguna.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica