Alþingi samþykkir framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum

10 jún. 2008

Haustið 2007 sendi Barnaverndarstofa félagsmálaráðuneyti tillögu að stefnumarkandi áætlun til fjögurra ára í samræmi við Áætlun þessi er unnin á grundvelli 5. gr. barnaverndarlaganna en er einnig í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta þar sem segir að forstöðumenn beri ábyrgð á gerð langtímaáætlunar sem skuli endurspegla stefnumörkun og megináherslur í starfsemi stofnunar. Barnaverndarstofa lagði fyrst fram tillögu í þessum efnum árið 2005 en hún hlaut þá ekki afgreiðslu.

Það var Barnaverndarstofu sérstakt fagnaðarefni að félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að stefnumarkandi áætlun Barnaverndarstofu skyldi lögð fyrir Alþingi sem framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Er það í fyrsta sinn sem það er gert en ákvæði þess efnis hefur verið í lögum síðan 2002. Alþingi samþykkti framkvæmdaáætlunina nú í þinglok. Það er trúa stofunnar að með áætluninni gætu skapast nýjar forsendur fyrir markvissu barnaverndarstarfi á vettvangi ríkisins.

Hér má sjá þingsályktunartillöguna.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica