MST teymi hefur störf í nóvember

8 sep. 2008

Í sumar var gengið frá ráðningum starfsmanna fyrir fjölkerfameðferð (MST). Ákveðið var að fara af stað með eitt teymi sem mun hefja störf aðra vikuna í nóvember eftir að fyrsta áfanga í þjálfun starfsmanna er lokið. Unnið er að skriflegum leiðbeiningum til barnaverndarnefnda varðandi umsóknir um meðferðina og markhópinn og verður það kynnt á næstu vikum.

Ingibjörg Markúsdóttir sálfræðingur var ráðin í starf handleiðara/teymisstjóra. Ingibjörg hefur sem kunnugt er starfað sl. sjö ár á Stuðlum og starfaði þar áður um þriggja ára skeið hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur við ráðgjöf til nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda. Hún hefur góða reynslu af þjónustu við börn og fjölskyldur í nærumhverfi og samvinnu mismunandi kerfa, auk handleiðslu og teymisvinnu á Stuðlum og handleiðslu við sálfræðinga í skólum.
Í störf þerapista voru ráðin: Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi, Funi Sigurðsson sálfræðingur, Helga Rúna Péturs sálfræðingur og Hrefna Ástþórsdóttir sálfræðingur.

Ef eftirspurn frá barnaverndarnefndum eftir fjölkerfameðferð reynist nægilega mikil verður að öllum líkindum farið af stað með annað MST-teymi fljótlega. Vonir standa til að fagfólk úr ýmsum áttum sýni því áhuga að starfa sem MST þerapistar því eins og fram kom í síðustu starfsauglýsingu var leitað að fólki úr mismunandi faghópum (með a.m.k. BA-próf) úr heilbrigðis- eða félagsgreinum.

Vakin er athygli á fræðslufyrirlestri Marshall Swenson um MST á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 2. október frá kl. 9.00-12.00. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til mailto:inga@bvs.is


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica