Fræðsla um fjölkerfameðferð (MST)

8 sep. 2008

Fimmtudaginn 2. október 2008 mun Barnaverndarstofa standa fyrir fræðslu um fjölkerfameðferð (MST) á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 9-12.

Barnaverndarstofa hefur sem kunnugt er ráðið starfsfólk í eitt teymi fyrir fjölkerfameðferð sem mun hefja störf aðra vikuna í nóvember. Fjölkerfameðferð er þjónusta við fjölskyldur unglinga 12-18 ára sem stríða við fjölþættan hegðunarvanda á heimili, skóla og nærumhverfi. Markmiðið er að ekki þurfi að vista barnið á stofnun, að það búi heima, stundi skóla eða vinnu, beiti ekki ofbeldi, noti ekki vímuefni og komist ekki í kast við lögin.

Það er mikilvægt fyrir framkvæmdina að lykilaðilar í umhverfi þeirra fjölskyldna sem þjónustunnar njóta, séu upplýstir um MST aðferðina og tilgang hennar. Meðferðarinngrip snúa að ýmsum kerfum samfélagsins og eru háð velvilja og samvinnu þeirra. Þess vegna viljum við bjóða barnaverndarstarfsmenn, fólk úr félags- og skólaþjónustu, lögreglu og öðrum stöðum velkomið á fræðslufyrirlestur Marshall Swenson sem verður staddur hér á landi til að hafa eftirlit með innleiðingunni.

Í upphafi verður stutt kynning á íslensku og síðan er fyrirlestur á ensku. Aðgangur er ókeypis en vinsamlega tilkynnið þátttöku til: ingibjorg@bvs.is

Fyrirlesari: Marshall E. Swenson MSW, MBA,
Vice President for New Program Development, MST Services, Mt. Pleasant\Charleston, South Carolina, USA.

Efni: Yfirlit yfir MST meðferðarmódelið
• Primary goals of MST
• Theoretical underpinnings of MST
• Social-ecological model
• Causal models of delinquency and drug use
• Research overview and examples of the effectiveness studies of MST
• The Missouri Delinquency Project
• The “Simpsonville, SC” Project
• Community-based replications
• Current and ongoing research on MST
• How MST is “specified” and practiced
• The Nine MST Treatment Principles
• Outcomes, Quality Control, and Adherence Monitoring

Hér má sjá auglýsingu um fræðsludaginn.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica