Málstofur hjá Barnaverndarstofu um barnaverndarstarf og þjónustu við foreldra með fíkniefnavanda

8 sep. 2008

Barnaverndarstofa mun halda málstofur á föstudögum í október um þjónustu við foreldra sem glíma við fíknisjúkdóma og samstarf við barnaverndarnefndir auk málstofa síðasta mánudag í september, október og nóvember með áherslu á barnaverndarstarf og foreldra með fíkniefnavanda.

Málstofur á föstudögum í október
Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla undanfarna mánuði þar sem fjallað var um aðstæður barna í kjölfar andláts forsjáraðila sem glímt hafa við fíknisjúkdóma hefur Barnaverndarstofa verið að skoða leiðir til að styrkja starf barnaverndarnefnda í þessum vandasömu störfum. Af því tilefni er boðið upp á málstofur í október nk. þar sem SÁÁ, Landspítalinn og Hlaðgerðarkot kynna þjónustu/úrræði fyrir foreldra með fíkniefnavanda og samstarf við barnaverndarnefndir.

Málstofurnar verða milli 11 og 12 á föstudögum í október í fundarsal Barnaverndarstofu en þann 3. október mæta fulltrúar frá SÁÁ, 10. október koma fulltrúar frá Landspítala og 24. október fáum við fulltrúa frá Hlaðgerðarkoti.

Málstofur síðasta mánudag í september, október og nóvember
Þá hefur Barnaverndarstofa undanfarin ár staðið fyrir málstofum um barnavernd í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þema málstofanna "barnaverndarstarf og foreldrar með fíkniefnavanda" og verður fyrsta málstofan þann 29. september nk. en þá mun Geir Gunnlaugsson, læknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna halda erindi sem ber yfirskriftina "Þroski barna á meðgöngu og fyrstu æviárin". Málstofurnar verða haldnar sem fyrr á mánudögum kl. 12.15 - 13.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Þann 27. október mun síðan Erla B. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður heimilis fyrir fíkniefnaneytendur, flytja erindi um meðvirkni í vinnu með foreldrum sem glíma við fíknisjúkdóma.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica