Nýr vefur um geðheilsu barna: Umhuga.is

7 okt. 2008

Í dag var opnaður nýr vefur umhuga.is þar sem hægt er að nálgast á einum stað upplýsingar um helstu þætti í uppeldi og aðstæðum barna og unglinga sem hafa áhrif á geðheilsu þeirra á uppvaxtarárunum og þá um leið seinna í lífinu. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um þunglyndi og kvíða og upplýsingar um hvert hægt er að leita til að fá aðstoð.

Upplýsingarnar eru ætlaðar foreldrum og öðrum uppalendum, fagfólki sem vinnur með börnum og unglingum á einn eða annan hátt og ekki síst börnum og unglingum sem vilja fræðast um þessi mál.

Umhuga.is er forvarnarverkefni á vegum Landlæknisembættisins undir stjórn verkefnisins Þjóðar gegn þunglyndi og samstarfsaðila þess. Þjóð gegn þunglyndi hefur frá stofnun beint spjótum sínum að þunglyndi og sjálfsvígum fullorðinna, m.a. í samstarfi við European Alliance Against Depression. Með opnum þessa vefs er nú forvarnaraðgerðum beint að aðstæðum barna og unglinga.

Samstarfsaðilar eru: Barnaverndarstofa, Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), Barnavernd Reykjavíkur, Lýðheilsustöð/áfengis og vímuvarnir, Miðstöð heilsuverndar barna og Stuðlar.

Samstarfsaðilarnir ákváðu að vinna saman að gerð fræðslu- og upplýsingavefs um geðheilsu barna og unglinga. Samvinna allra þessara stofnana er mikilvæg til að hlúa sem best að þörfum barna sem glíma við geðrænan vanda, styrkja fjölskyldur þeirra og koma til móts við þarfir þeirra þegar slíkan vanda ber að höndum.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica