Hugum að velferð barna

8 okt. 2008

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Höfum í huga:

- Jákvæð samvera barna með fjölskyldunni skapar öryggi.

- Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að þeirra nánustu séu ekki í hættu.

- Höldum fjölskylduvenjum og festu þó að mikið gangi á í samfélaginu.

- Notum matartíma fjölskyldunnar til að sinna þörfum barnanna fyrir jákvæða athygli.

- Ræðum á yfirvegaðan hátt að fjármálakreppan er tímabundin.

- Útskýrum fyrir börnunum að framtíðin er björt þótt á móti blási í dag.

- Verum góð fyrirmynd þegar kemur að vanda og lausnum.

- Styðjum börnin til þess að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt.

- Hlúum vel að þeim sem okkur þykir vænt um.

Verum þess minnug að hér er um tímabundna erfiðleika að ræða sem við Íslendingar munum vinna okkur í gegnum. Miklu máli skiptir að við tökumst á við þessa erfiðleika þannig að við byggjum á styrkleikum okkar og leggjum áherslu á baráttugleði, bjartsýni og samkennd.

Landlæknir, Lýðheilsustöð, Umboðsmaður barna,
Barnaverndarstofa, Barna- og unglingageðdeild Landspítala–BUGL,
Vinnueftirlitið, Heilbrigðisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Félags- og tryggingamálaráðuneytið


www.umhuga.is.
Upplýsingavefur um geðheilsu barna og unglinga


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica