Barnahús 10 ára

30 okt. 2008

Barnahús hóf starfsemi 1. nóvember 1998 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir. Eins og kunnugt er var Barnahúsinu komið á fót til að treysta hag barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi. Að stofnun hússins stóðu Ríkissaksóknari, Ríkislögreglan, Lögreglan í Reykjavík, Landspítalinn, Barnavernd Reykjavíkur og Samtök félagsmálastjóra á Íslandi auk Barnaverndarstofu, sem átti frumkvæði að málinu og ber ábyrgð á rekstri þess.

Barnahúsið hefur víða vakið athygli erlendis og orðið fyrirmynd og hvati að stofnun slíkra húsa í tíu borgum í Svíþjóð og fimm í Noregi. Í tilefni af 10 ára afmælis Barnahúss efnir Barnaverndarstofa til málþings dagana 31. október og 1. nóvember nk. með forsvarsmönnum Barnahúsa í Noregi og Svíþjóð til að deila reynslu og ræða samstarf þeirra í framtíðinni. Í málþinginu taka þátt alls 15 fulltrúar þessara Barnahúsa auk fagfólks hér að heiman.

Þá verður afmælishátíð fyrir boðsgesti laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 14:00 – 16:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson flytur opnunarávarp en auk hans flytja ávarp þau Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra, Carl Göran Svedin barnageðlæknir og prófessor við Háskólann í Linköping og Chris Newlin framkvæmdastjóri Landssamtaka Barnahúsa í Bandaríkjunum (The National Children´s Advocacy Center).

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica