Barnahús 10 ára

30 okt. 2008

Barnahús hóf starfsemi 1. nóvember 1998 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir. Eins og kunnugt er var Barnahúsinu komið á fót til að treysta hag barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi. Að stofnun hússins stóðu Ríkissaksóknari, Ríkislögreglan, Lögreglan í Reykjavík, Landspítalinn, Barnavernd Reykjavíkur og Samtök félagsmálastjóra á Íslandi auk Barnaverndarstofu, sem átti frumkvæði að málinu og ber ábyrgð á rekstri þess.

Barnahúsið hefur víða vakið athygli erlendis og orðið fyrirmynd og hvati að stofnun slíkra húsa í tíu borgum í Svíþjóð og fimm í Noregi. Í tilefni af 10 ára afmælis Barnahúss efnir Barnaverndarstofa til málþings dagana 31. október og 1. nóvember nk. með forsvarsmönnum Barnahúsa í Noregi og Svíþjóð til að deila reynslu og ræða samstarf þeirra í framtíðinni. Í málþinginu taka þátt alls 15 fulltrúar þessara Barnahúsa auk fagfólks hér að heiman.

Þá verður afmælishátíð fyrir boðsgesti laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 14:00 – 16:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson flytur opnunarávarp en auk hans flytja ávarp þau Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra, Carl Göran Svedin barnageðlæknir og prófessor við Háskólann í Linköping og Chris Newlin framkvæmdastjóri Landssamtaka Barnahúsa í Bandaríkjunum (The National Children´s Advocacy Center).

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica