MST teymi ýtt úr vör

12 nóv. 2008

Í dag 12. nóvember hefur MST-teymi Barnaverndarstofu formlega störf. Eins og fram hefur komið er um að ræða fjóra þerapista og einn teymisstjóra og er starfsháttum teymisins lýst undir MST krækju á þessari heimasíðu. Gengið hefur verið frá markmiðum og leiðbeiningum fyrir MST á Íslandi sem nýtast einnig barnaverndarstarfsmönnum til upplýsingar um markhóp, umsóknarskilyrði, mat á árangri o.s.fv. Nú þegar eru komnar vel á annan tug umsókna frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu í MST-meðferð. Teymið getur sinnt 16-20 fjölskyldum í einu og er gert ráð fyrir að meðferðartíminn verði á bilinu 3-5 mánuðir. Í byrjun verður farið af stað með færri skjólstæðinga meðan starfsmenn æfast í MST-aðferðinni (greiningarvinnu, skilgreiningu inngripa og samhæfingu við MST-sérfræðing) en stefnt er að fullum afköstum teymisins uppúr áramótum.

Formleg þjálfun teymisins fór fram hér á landi dagana 3.-7. nóvember sl. Þjálfarar voru Joanne Penman og Lori Moore frá Bandaríkjunum en sú síðarnefnda verður einnig MST-sérfræðingur okkar hér á landi. Í framhaldi af vikulegri faghandleiðslu teymisstjórans með teyminu, sem tekur 1,5-2 klukkustundir, er klukkustundar langur símafundur teymisins (þerapista og teymisstjóra) með MST-sérfræðingi þar sem farið er aftur yfir öll mál teymisins. Lori Moore er einnig MST-sérfræðingur fyrir nokkur teymi í norður-Englandi og mun hitta íslenska teymið ársfjórðungslega í svokallaðri booster-þjálfun. Þjálfunarnámskeiðið þótti takast mjög vel og staðfesti fyrri vísbendingar um að starfsmenn teymisins eru vel áttaðir og áhugasamir um aðferðir MST. Einnig hafa samskipti við barnaverndarstarsfsmenn lofað mjög góðu í umsóknarferli og aðdraganda verkefnisins. Starfsmenn MST-teymisins komu til starfa 27. október sl. og var sú vika notuð í fræðslu og umræður m.a. um hlutverk MST-meðferðar innan ramma íslenskra barnaverndarlaga og vetvangsheimsóknir til ýmissa samstarfsaðila. Stefnt er að því að halda slíkum vetvangsheimsóknum áfram til að efla gagnkvæman skilning lykilaðila og gott samstarf. Einnig er gert ráð fyrir að kynna MST-meðferðina jafnóðum og reynir á samstarf við tiltekna skóla, fagfólk eða stofnanir.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica