Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd

8 des. 2008

Í dag 8. desember 2008 var stofnuð fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd en deildin er innan Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ).

Markmið fagdeildarinnar eru: Að stuðla að framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknum í félagsráðgjöf innan barnaverndar. Að efla samskipti milli félagsráðgjafa í barnavernd og fylgjast með nýjungum í félagsráðgjöf á sviði barnaverndar. Þá á að stuðla að aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í þágu barnaverndar og auka þekkingu almennings á barnavernd með því að gera starfið sýnilegra. Að auki er fagdeildinni ætlað að vera FÍ og stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum sem snúa að barnavernd og við endurskoðun og setningu laga um barnavernd.

Félagar í fagdeildinni geta þeir félagsmenn FÍ orðið sem starfa að barnavernd. Kosin var sjö manna stjórn en hana skipa Anni Haugen, Arna Kristjánsdóttir, Dagbjörg Baldursdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Guðrún Marinósdóttir, María Gunnarsdóttir og Ólína Birgisdóttir. Þeir félagsráðgjafar sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn en hafa áhuga á að gerast stofnfélagar geta skráð sig með því að senda tölvupóst á FÍ.

Barnaverndarstofa óskar félagsráðgjöfum til hamingju með þennan áfanga.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica