Málstofur um heimilisofbeldi

9 jan. 2009

Málstofur sem Barnaverndarstofa heldur í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands verða sem fyrr síðasta mánudag hvers mánaðar klukkan 12:15 til 13:15 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21. Upptökur af málstofunum verða aðgengilegar á heimasíðu Barnaverndarstofu. Fjalla málstofur vorsins um ofbeldi á heimilum.

Fyrsta málstofan verður 26. janúar nk. þar mun Ingólfur V. Gíslason fjalla um ofbeldi í nánum samböndum en hann tók saman rit sem gefið var út af félags- og tryggingamálaráðuneytinu í lok árs 2008. Ritið „Ofbeldi í nánum samböndum“ er til sölu á Bóksölu Stúdenta en hægt er að nálgast það rafrænt á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Mánudaginn 23. febrúar nk. kl. 12:15 verður Sigþrúður Guðmundsdóttir fostöðukona Kvennaathvarfsins með erindi um hugmyndafræði athvarfsins, stuðning við börn og samstarf við barnaverndaryfirvöld. Kvennaathvarfið á sér ekki hliðstæðu hér á landi en þar geta konur og börn sem búa við heimilisofbeldi komið til dvalar ef dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis af hálfu heimilismanna. Boðið er upp á símaráðgjöf allan sólarhringinn, ókeypis viðtöl og sjálfshjálparhópa. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvennaathvarfsins.

Á málstofu mánudaginn 30. mars nk. kl. 12:15 mun Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku LSH fjalla um stuðning við konur sem verða fyrir ofbeldi á heimili og tilkynningar vegna gruns um að börn verði fyrir ofbeldi af hálfu foreldra. Upplýsingar um Neyðarmóttökuna má finna hér.

Málstofur í apríl og maí verða kynntar síðar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica