Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær

16 jan. 2009

Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) stóð fyrir ráðstefnu dagana 15. til 16. janúar 2009 undir yfirskriftinni “Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær”. Fyrirlesarar voru starfsmenn BUGL sem fjölluðu m.a. um starfsemina og ferli tilvísana. Kynnt var samstarfsverkefni BUGL og Heilbrigðisstofnunar Austurlands “Brúum bilið” sem felur í sér að færa geðheilbrigðisþjónustu í nærumhverfi barna. Verkefnið er liður í því að efla markvissa samvinnu við þá sem koma að geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga s.s. heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Umfjöllun var um greiningartæki, áhættuþætti og verndandi þætti. Til að auðvelda notkun matslista í grunnþjónustu hafa verið unnar handbækur um mælikvarða.

Fjallað var um áhrif efnahagsþrenginga á börn og unglinga en rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl efnahagsstöðu við líðan og heilbrigði barna. Því er mikilvægt að standa vörð um geðheilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.

Bráðaþjónusta er veitt á göngudeild BUGL þar sem félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfæðingur og sérfræðilæknir starfa í teymi. Teymið tekur á móti símtölum og metur hvort þörf sé á tafarlausri íhlutun. Almennt þverfaglegt teymi kemur að jafnaði fyrst að málum sem berast til BUGL. Teymið er skipað læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, listmeðferðarfræðingi og verkefnastjóra. Að auki er starfandi átröskunarteymi, fjölskylduteymi, taugateymi og vettvangsteymi. Vettvangsteymi tók til starfa 2004 sem tilraunaverkefni um heimaþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra eftir útskrift af innlagnardeildum en hefur verið fest í sessi. Börn sem eru innlögð á BUGL stunda nám í Brúarskóla sem er sérskóli fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja, skólinn er staðsettur á lóð BUGL.

Þróuð hafa verið ýmiss námskeið á vegum BUGL en á ráðstefnunni voru kynnt námskeiðin “Lífið kallar” sem er meðferð fyrir börn og fjölskyldur þeirra og “Ævintýri líkast” félagsfærni í grunnskólum. Ráðstefnunni lauk með málstofum um reiði og reiðistjórnun, átraskanir, tilfinningaraskanir og samtöl við börn og fjölskyldur þeirra.

Ráðstefnuna sóttu um 200 fagaðilar víðsvegar af landinu.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica