Vefsíða Eystrasaltsráðsins vegna barna í áhættu

13 feb. 2009

Eystrasaltsráðið var sett á laggirnar árið 1992 eftir fall Sovétríkjanna en auk Norðurlandaþjóðanna, eru Eistland, Lettland og Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland aðilar að samstarfinu auk Evrópusambandsins. Markmið samstarfsins var lengst af á sviði efnahagsmála, orku- og umhverfismála, mennta- og heilbrigðismála en árið 1998 urðu tímamót þegar ákveðið var að efna til samstarfs vegna verslunar með börn í kynferðistilgangi og barnavændi. Tóku Svíar að sér að leiða þetta samstarf og hafa kostað það að mestu ásamt Norðmönnum en verkefnið gengur undir heitinu „Children at Risk“.

Farin hefur verið sú leið að nýta veraldarvefinn í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um það sem að gagni mætti koma í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum og opnaður gagnabanki sem nefndur er „Child Center“. Gagnabankinn hefur að geyma upplýsingar um löggjöf, reglugerðir, leiðbeiningar, rannsóknir og rannsóknarniðurstöður, opinbera tölfræði, tilraunaverkefni, ráðstefnur og aðra fræðslu, nýjungar í þjónustu við börn, þ.m.t. meðferð fórnarlamba kynferðisofbeldis og gerenda ofbeldis, ásamt fréttum um það sem er efst á baugi í hverju aðildarríki.

Stofnað var tengslanet og skipaðir ábyrgðar- og samræmingaraðilar í hverju landi fyrir sig sem bera ábyrgð á að setja reglulega efni á vefinn og kynna hann í heimalandinu. Auk þess var komið á tengslaneti svonefndra þekkingarmiðstöðva sem eru sérhæfðar á sviði kynferðisofbeldis en Barnahús hefur gengt því hlutverki fyrir hönd Íslands.

Vefsíða gagnabankans hefur nú verið endurskipulögð og komið upp svæði fyrir hvert aðildarríki þar sem birt verður efni á móðurmáli viðkomandi lands. Fulltrúi Barnaverndarstofu sótti nýlega samráðsfund ábyrgðar- og samræmingaraðila þar sem nýja vefsíðan var kynnt og farið yfir áherslur sérfræðingahóps Eystrasaltsráðsins næstu tvö árin. Hér má nálgast vefsíðu „Child Center“.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica