Málþing Ís-Forsa "þekking og færni í barnaverndarstarfi"

24 feb. 2009

Árlegt málþing og aðalfundur Ís-Forsa verður haldið 17. apríl 2009. Málþingið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16 og taka þá við aðalfundarstörf. Málþingið og aðalfundurinn verður haldið í stofu 103 í Háskólatorgi, Háskóla Íslands.

Þema málþingsins að þessu sinni verður „þekking og færni í barnaverndarstarfi".

Ís-Forsa er samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf en þau voru stofnuð í apríl 2002. Markmið Ís-Forsa er að:
• skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf,
• efla tengsl og samstarf félagsmanna,
• efla þekkingu og færni félagsmanna til að leggja stund á rannsóknir,
• bæta skilyrði fyrir rannsóknir og rannsóknarnám,
• beita sér fyrir því að miðla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi félagsráðgjafar á vettvangi,
• stuðla að útgáfu og annars konar kynningu á rannsóknum í félagsráðgjöf,
• stuðla að alþjóðlegu rannsóknar- og þróunarsamstarfi.

Félagsmenn og aðrir sem áhuga hafa til að sækja málþingið, eru hvattir til að skrá hjá sér þessa dagsetningu. Nánari dagskrá verður birt á vefsíðu samtakanna www.isforsa.net

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica