Námskeið fyrir verðandi og nýorðna foreldra

12 mar. 2009

Áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur eflst á Vesturlöndum undanfarin ár. Þá hefur vitneskju um áhrif uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að þróa og virkja hæfni foreldra á þessu sviði. Ýmsir aðilar hafa svarað þessu kalli, þar á meðal ÓB-ráðgjöf sem hefur innleitt námskeið, hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og Julie Gottman, fyrir verðandi og nýorðna foreldra „Barnið komið heim“.

Námskeiðið hjálpar til við að undirbúa verðandi foreldra og foreldra barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – að ala upp barn. Þá er námskeiðinu ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum og foreldrum ungra barna að viðhalda og efla parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sjö af hverjum tíu foreldrum upplifa minni ánægju í parsambandinu fyrstu þrjú árin eftir fæðingu barns.

Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa boðið upp á námskeiðin foreldrum að kostnaðarlausu. Námskeiðin í Reykjavík hafa verið í samstarfi við þjónustumiðstöðvar en kennt er tvær klukkustundir í senn, vikulega í sex vikur. Í Kópavogi hafa námskeiðin verið haldin tvo laugardaga í samstarfi við heilsugæslustöðvar og kirkjur. Börn á fyrsta aldursári eru velkomin með foreldrum sínum. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, einstaklingsverkefnum og umræðum í hopum. Samkvæmt erlendri rannsókn sem birt var á síðastliðnu ári upplifa einungis 22,5% þeirra sem sóttu slíkt námskeið að gæði parasambandsins minnkaði eftir fæðingu barnsins. Feður og mæður sem sóttu námskeið voru næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Börnin sýndu merki um minni streitu og brostu meira.

Tæplega hundrað pör hafa sótt námskeiðin í Reykjavík og Kópavogi síðan í nóvember 2008. Tvö námskeið eru framundan í Reykjavík, þann 17. mars á þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness og 23. mars í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sjá nánar upplýsingar á vefsetrinu www.barnidkomidheim.net

Þetta framtak er til fyrirmyndar og í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Íslands til að styrkja stöðu barna og ungmenna en þar er kveðið á um fyrirhugaðar aðgerðir, meðal annars á grundvelli tilmæla Evrópuráðsins um aðgerðir til að efla foreldrahæfni. Áætlunin tekur sérstaklega til foreldra fyrsta barns, foreldra barna með sérþarfir og foreldra unglinga.

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica