Ellefta Foster Pride námskeiði fyrir fósturforeldra að ljúka

27 mar. 2009

Ellefta Foster Pride námskeiðinu lýkur í dag 27. mars 2009. Foster Pride námskeiðin eru námskeið fyrir fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur en á námskeiðinu fer einnig fram ákveðið hæfnismat. Starfandi fósturforeldrum og barnaverndarstarfsmönnum er einnig ráðlagt að sækja námskeiðið. Um er að ræða bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum. Barnaverndarstofa festi kaup á Foster Pride í apríl 2003 og var fyrsta námskeiðið haldið í febrúar – apríl 2004. Alls hafa198 aðilar tekið þátt í Foster Pride, 180 fósturforeldrar, 14 starfsmenn barnaverndarnefnda og 4 starfsmenn/nemar hjá Barnaverndarstofu. Á námskeiðinu sem nú er að ljúka eru 18 þátttakendur víðs vegar af landinu.

Næsta Foster Pride námskeið verður haldið í september nk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Hildi Sveinsdóttur á hildur@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica