Norræn barnaverndarráðstefna dagana 9. - 11. september 2009

31 mar. 2009

Norræn barnaverndarráðstefna verður haldin í Bergen, Noregi dagana 9. - 11. september 2009. Ráðstefnan var síðast haldin í Kaupmannahöfn 2006 og þar á undan hér á landi árið 2003. Þessar ráðstefnur gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast nýjum stefnum og straumum í barnaverndarstarfinu og jafnframt að hitta barnaverndarstarfsmenn frá hinum Norðurlöndunum. Upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna hér.

Þema ráðstefnunnar er "Omsorg på barnets premisser - Barns rettigheter og utviklingsmuligheter i nye kontekster" eða "Umsjá á forsendum barnsins - Réttindi barns og þroskaskilyrði í nýjum aðstæðum"

Fyrirlestrar verða m.a. um réttindi barna, börn í áhættu og áhrif ofbeldis og vanrækslu á fullorðinsár. Þá verða fjölmargar málstofur þ.á.m. sex frá Íslandi.

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica