Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali

3 apr. 2009

Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali var samþykkt á fundi ríkisstjórnar Íslands 17. mars 2009. Aðdraganda hennar er að rekja til samþykktar ríkisstjórnarinnar frá 7. desember 2007 um að ráðist yrði í gerð hennar að tillögu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra. Félags- og tryggingamálaráðherra skipaði starfshóp í janúar 2008 sem ætlað var það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa mætti að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til félags- og tryggingamálaráðherra 16. mars 2009 sem lagði þær fyrir ríkisstjórnina daginn eftir til samþykktar.

Markmið aðgerðaáætlunarinnar er að koma betra skipulagi á þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að koma í veg fyrir mansal hér á landi og að mansal verði rannsakað nánar. Enn fremur er að finna aðgerðir sem miða að forvörnum og fræðslu um málefnið sem og að aðstoð við þolendur og vernd þeirra verði tryggð. Þá er áhersla lögð á aðgerðir sem miða að því að gerendur verði sóttir til saka. Skýrsluna er að finna á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Í nágrannaríkjum okkar hefur þess orðið vart að erlend börn, sem eru ein síns liðs, óska hælis eða finnast þar óskráð. Bendir ýmislegt til þess að sama þróun gæti orðið hér á landi þó tilvik af þessu tagi séu fá enn sem komið er. Af þessu tilefni skipaði dómsmálaráðherra árið 2004 starfshóp sem hafði það hlutverk að koma með tillögur að aðgerðaráætlun og breytingar á reglugerð um útlendinga til samræmis við hana. Skýrslu starfshóps um vegalaus börn frá árinu 2004 má nálgast hér en þess ber að geta að verkferlum hefur verið breytt með tilkomu aðgerðaáætlunarinnar sem nú hefur verið samþykkt. Þar er meðal annars lögð áhersla á að aðferðir og verkferlar til að greina og styðja möguleg fórnarlömb mansals undir 18 ára aldri verði bættar sbr. aðgerð nr. 10. Einnig er kveðið sérstaklega á um að örugg heimferð mögulegra fórnarlamba mansals undir 18 ára aldri verði tryggð sbr. aðgerð nr. 11.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica